Pítsa fyrir flipphausa

Hver getur staðist svona girnilega pítsu?
Hver getur staðist svona girnilega pítsu? mbl.is/Linda Ben

Það hljómar kannski einkennilega að stinga upp á pítsu á mánudegi þegar flestir vita að hinn almenni pítsudagur er á föstudögum. En úr því að veðrið er svona dásamlegt fannst okkur tilvalið að stinga upp á þessari pítsu sem Linda Ben sver að sé stórkostleg. 

Vér bókstafstrúarfólkið vitum vel að Linda er ákaflega sannsögul og ætlum að prófa, fullkomlega meðvituð um að þetta muni mögulega hafa veruleg áhrif á heimsmynd okkar og skilgreiningar á pítsum almennt.

En hér er pítsan.... gleðilegan mánudag!

Einföld og góð pestópítsa

 • Pizzadeig að eigin vali
 • ½ dl extra virgin ólífuolía
 • 4-5 sveppir
 • 1 dl stórar kókosflögur
 • 1 rauður chillí
 • Vegan pestó
 • 1 dl extra virgin ólífuolía
 • 2 hvítlauksgeirar

Aðferð:

 1. Byrjað er á því að kveikja á ofninum og stilla á 220ºC.
 2. Extra virgin ólífuolíu er dreift á pizzubotninn, sveppirnir skornir í sneiðar og dreift yfir. Botninn er svo bakaður inni í ofni í um það bil 10 mín. eða þangað til hann er bakaður í gegn.
 3. Núna er best að gera hvítlauksolíuna en þá eru tveir hvítlauksgeirar skornir smátt niður, settir í skál og hellt 1 dl extra virgin ólífuolíu yfir.
 4. Kókosflögum er svo dreift yfir, chilí er skorinn í þunnar sneiðar (mundu eftir að fjarlægja fræin fyrst ef þú vilt ekki hafa pizzuna sterka) og dreift yfir.
 5. Pestóið er svo dreift yfir pizzuna alla, magn fer eftir smekk, en ég mæli með því að vera ekkert að spara það.
 6. Hvítlauksolían fer svo á pizzuna eftir smekk, 1 tsk. í einu.
Mikilvægt er að nota góða olíu.
Mikilvægt er að nota góða olíu. mbl.is/Linda Ben
Pítsan er afskaplega einföld.
Pítsan er afskaplega einföld. mbl.is/Linda Ben
mbl.is