Pavlova með mokkarjóma

Ljósmynd/Helena Gunnars

Það er við hæfi að skella í ljúffenga pavlovu með mokkarjóma svona í byrjun vetrar og hér er ein dásemdar uppskrift að einni slíkri með mokkarjóma frá gottimatinn.is en það er engin önnur en Helena Gunnars á Eldhúsperlum Helenu sem á heiðurinn að uppskriftinni.

Pavlova með mokkarjóma

  • 5 eggjahvítur 
  • 300 g sykur 
  • 2 msk. kalt vatn 
  • 1 tsk. vanilluextract 
  • 1 tsk. borðedik eða hvítvínsedik 
  • 1 msk. maíssterkja

Aðferð:  

  1. Hitið ofn í 140 gráður með blæstri. Þeytið eggjahvíturnar þar til þær byrja aðeins að freyða, hellið vatninu rólega saman við á meðan þið þeytið. 
  2. Bætið sykrinum hægt og rólega saman við á meðan þið þeytið áfram. Þeytið mjög vel í 2-3 mínútur eftir að sykurinn er allur kominn saman við og marengsinn myndar stífa toppa. Bætið þá vanillu, ediki og maíssterkju saman við og blandið rólega saman með sleikju. 
  3. Skiptið jafnt á tvær smjörpappírsklæddar bökunarplötur og myndið hringi sem eru u.þ.b. 20 cm í þvermál. 
  4. Setjið í ofninn og bakið í 30 mínutur. Lækkið þá hitann í 120 gráður og bakið í 45 mínútur. Slökkvið á ofninum og leyfið marengsinum að kólna í a.m.k. eina klukkustund í ofninum.

Fylling og súkkulaðibráð:

  • 800 ml laktósalaus G-rjómi frá Gott í matinn, kaldur 
  • 1 msk. sterkt espresso kaffi 
  • 2 msk. hreint kakóduft 
  • 3 msk. flórsykur 
  • 1 tsk. vanilluextract

Aðferð:  

Rjóminn, kaffið, kakóið, flórsykur og vanilla sett saman í skál og þeytt í mjúka toppa. Helmingurinn af rjómanum settur á milli marengsbotnanna og hinn helmingurinn settur ofan á. 

  • 100 g dökkt súkkulaði 
  • 100 ml laktósalaus G-rjómi frá Gott í matinn

Aðferð:  

Brætt saman í potti eða örbylgjuofni við vægan hita. Leyft að kólna og svo hellt yfir tertuna að lokum. Loks er kakan skreytt með ferskum jarðarberjum. 

- - -

Fylgstu með Matarvefnum á Instagram og Facebook. Endalaus ævintýri, hugmyndir, skemmtilegir leikir og allt það heitasta heita...

Svo megið þið endilega tagga okkur á Instagram þegar þið eruð að elda eitthvað spennandi @matur.a.mbl

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert