Matur sem þú átt alls ekki borða í flugi

Í nýlegri rannsókn sem gerð var á stærstu flugfélögum Bandaríkjanna kom í ljós að fæst flugfélögin uppfylla þær kröfur sem gerðar eru til drykkjarvatns um borð. Í sumum tilfellum voru aðstæður það slæmar að þær ollu farþegum veikindum.

Í ljós kom að E.coli bakteríur reyndust  víða í vatninu, hreinlæti var ábótavant ansi víða og eru farþegar hvattir til að drekka hvorki te né kaffi sem í boði er um borð og drekka eingöng vatn sem kemur úr innsigluðum umbúðum.

Könnunin náði eingöngu til Bandarískra flugfélaga en bent er á að fyllt er á vatnstanka vélanna á flugvöllum og ekki er hægt að ábyrgjast gæði vatnsins á hverjum stað. Eins séu flugfarþegar hvattir til að þvo sér ekki um hendur um borð heldur hreinsa hendurnar með sótthreinsandi vökva eða þurrkum sem það er sjálft með í handfarangri.

Lesa má nánar um niðurstöður rannsóknarinnar HÉR.

Ed Turner
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert