Af hverju er stundum erfitt að ná skurninni af harðsoðnum eggjum?

Egg á dag kemur öllu lag!
Egg á dag kemur öllu lag! mbl.is/Leveres av Bonnier Publications A/S

Margur hefur velt því fyrir sér af hverju það sé misjafnt hversu auðveldlega skurnin fer af soðnum eggjum. Hver kannast ekki við skurnina sem virðist límd við eggið og fer einungis af séu brotin pilluð af með flísatöng? Svo eru það draumaeggin þar sem skurnin fer af — nánast í heilu lagi. 

En hver er ástæðan?

Í stuttu máli er það aldur eggjana sem stýrir þessu. Því nýrri sem eggin eru því þéttari er skurnin upp við eggin og því erfiðara að ná henni af. Smám saman myndast loft inni í eggjunum eftir því sem gæði þeirra minnka og skurnin verður meðfærilegri. 

Almennt er talað um að egg sem eru 7-10 daga gömul séu ákjósanlegust til neyslu. 

Þar höfum við það. 

mbl.is