Eyþór tók Rúdolf í gegn

Jóhannes Ásbjörnsson og Eyþór Rúnarsson.
Jóhannes Ásbjörnsson og Eyþór Rúnarsson. Ljósmynd/Aðsend

Það heyrir alltaf til tíðinda þegar heimsfrægir kokkar mæta og rugla í einhverju sem hefur hingað til þótt frábært. Hvernig verður útkoman? Þetta er spurning dagsins en hinn eini sanni meistarakokkur, Eyþór Rúnarsson, var fenginn til þess að taka hinn rómaða jólahamborgara, Rúdolf, á Fabrikkunni í gegn.

Að sögn Jóhannesar Ásbjörnssonar er útkomin stórbrotin. „Þetta er borgari sem breytir leiknum. Hann er svo góður að fólk hefur sést gráta af gleði þegar bragðlaukarnir átta sig á því hvað er að gerast.“

Rúdolf er sumsé mættur á matseðilinn og fyrir þá sem eru ekki alveg með það á hreinu þá er hamborgarinn úr hreindýrakjöti sem blandað er apríkósum og gráðaosti. Á borgaranum er einnig

<span>apríkjósumajó, trönuberjalauksulta og pikklað rauðkál. Borinn fram með sætum frönskum og jólasnjó.<br/></span>
Hinn eini sanni Rúdolf.
Hinn eini sanni Rúdolf. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert