Bronslitaðar og brenndar möndlur

Ristaðar möndlur eru fastur liður á aðventunni.
Ristaðar möndlur eru fastur liður á aðventunni. mbl.is/Bobedre.dk_ © Pernille Greve

Ilmurinn af brenndum möndlum kallar á jólin og hér eru þær í glamúr útgáfu. Brenndar möndlur eru frábær vinagjöf í glerkrukku með slaufu og einni grenigrein um sig miðja.

Bronslitaðar og brenndar möndlur

  • 200 g möndlur
  • 100 g sykur
  • 1 dl vatn
  • Bronslitað matarduft/glimmer

Aðferð:

  1. Setjið möndlur, sykur og vatn á pönnu á meðalhita.
  2. Þegar vatnið hefur gufað upp og sykurinn leysts upp, lækkið þá aðeins niður í hitanum á meðan þú hrærir jafnt og þétt í möndlunum. Þær eru tilbúnar þegar þær eru orðnar glansandi og sykurinn eins og karamella.
  3. Setjið í poka ásamt bronsduftinu og hristið saman.
  4. Setjið í glerkrukku eða annað sem heldur loftinu úti.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert