Gulrótartertan sem sögð er sú allra besta

Grunnurinn að góðri heilsu er góð næring hvort heldur sem sætindi eiga í hlut eða máltíð. Þessi gulrótarterta er stútfull af næringu og virkilega góð. Hér er uppskrift að gulrótartertu sem er svo bragðgóð að það er leitun að öðru eins. Uppskriftin kemur úr smiðju Kaju eða Karenar Jónsdóttur á Akranesi sem er konan á bak við Kaja Organics, Matbúr Kaju og Kaffi Kaju. Við fullvissum lesendur um að eftir að hafa smakkað kökurnar hennar verður ekki aftur snúið.

Gulrótaterta

16-20 manna

Tertan er mjög góð glútenlaus en þá notum við bókhveiti í stað hveitis

  • 130 g valhnetur, brotnar
  • 300 g pálmasykur
  • 100 g reyrsykur
  • 250 ml ristuð valhnetuolía frá Vigean
  • 4 egg
  • 133 g eplamauk (lífræn epli sett í blandara)
  • 1 tsk. vanilludropar
  • 320 g hveiti notið bókhveiti ef tertan á að vera glútenlaus
  • 1 tsk. matarsódi
  • 1½ tsk. kanill
  • 1 tsk. engifer
  • ¼ múskat
  • ¼ negull
  • 260 g gulrætur

Raspið gulrætur niður frekar gróft. Reyrsykur, pálmasykur og egg þeytt saman. Öllum þurrefnum og hnetum blandað saman í skál. Þurrefnum, olíu og eplamauki blandað varlega saman við eggjaþeytuna. Bakist í 50-60 mínútur við 150 gráður. Kælið áður en kakan er skorin í sundur.

Krem

  • 500 g lífrænn rjómaostur (fáanlegur fljótlega frá Biobú)
  • 300 g smjör
  • 175 g flórsykur

Þeytið smjör og flórsykur saman þar til blandan verður létt, bætið rjómaostinum út í, skiptið í tvennt og setjið á botnana.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert