Stærstu mistökin sem fólk gerir við val á eldhúsbekk

Eins og flest heilvita fólk veit er fátt jafn mikilvægt í eldhúsinu og eldhúsbekkurinn. Hægt er að gera ýmislegt til að breyta eldhúsi: mála skápa, skipta um höldur, skipta um heimilistæki, vask eða blöndunartæki en það er eitt sem er eins gott; að vanda valið á eldhúsbekknum.

Þeir innanhússarkítektar sem Matarvefurinn ræddi við eru sammála um þetta og tala jafnframt um að algengt sé að fólk geri þau reginmistök að velja eldhúsbekk eftir útlitinu. Þá er fólk ekki búið að gera sér grein fyrir hvernig efnið er, hvernig viðhald það þarf, hversu slitsterkt og hitaþolið það er og svo framvegis.

Það er því algjört lykilatriði til að tryggja ánægju að þekkja efnið sem verið er að velja og eiginleika þess. Það eru til dæmis margir sem naga sig í handarbakið eftir að hafa fjárfest í marmara fyrir fleiri hundruð þúsund gerandi sér ekki grein fyrir því að marmarinn þarf ást og umhyggju.

Besta ráðið sem við getum gefið ykkur: Ef þið eruð ekki viss skulið þið kaupa ykkur ódýra borðplötu, til dæmis marmaraplötuna í IKEA meðan þið eruð að hugsa málið. Hvað er það sem þið eruð að leita að og þegar þið eruð komin með svarið á hreint er loksins hægt að kaupa eldhúsbekkinn.

Hér er dæmi um forkunnarfagurt og sjúklega vel heppnað eldhús …
Hér er dæmi um forkunnarfagurt og sjúklega vel heppnað eldhús sem innanhússarkítektinn Hanna Stína hannaði.
VIPP-eldhúsið sem selt er í EPAL.
VIPP-eldhúsið sem selt er í EPAL.
mbl.is