Klæddi kýrnar í jólapeysur

Hversu krúttlegt er að sjá beljur í jólapeysum!
Hversu krúttlegt er að sjá beljur í jólapeysum! mbl.is/Visit Jersey/REX

Næstkomandi föstudag er hinn alþjóðlegi jólapeysudagur og þessar kýr tóku svo sannarlega forskot á sæluna.

Bóndinn Becky Houzé tók að sér það skemmtilega hlutverk að klæða hjörð af Jersey-kúm í jólapeysur. Kýrnar sem bera nöfnin Carol, Holly, Mary, Noelle og Mariah Dairy –  sátu allar fyrir í myndatöku í litríku peysunum sínum, japlandi á grasi.

Myndatakan var ekki einungis til að fagna jólunum, heldur til að vekja athygli á Jersey-kýrstofninum og öllum þeim afurðum sem þær gefa af sér. En Becky Housé segir að þau elski jólin á býlinu og ef hún fengi einhverju ráðið, þá myndi hún vilja spila jólalög frá og með október. 
Ætli mjólkin bragðist betur frá Jersey-kúm?

Becky Houzé fannst tilvalið að klæða beljurnar sínar í litríkar …
Becky Houzé fannst tilvalið að klæða beljurnar sínar í litríkar peysur en sjálf elskar hún jólahátíðina. mbl.is/Visit Jersey/REX
mbl.is/Visit Jersey/REX
mbl.is/Visit Jersey/REX
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert