Svona fjarlægir þú vaxhúðina af eplum

Vissir þú að epli eru húðuð með vaxi áður en þau fara í sölu (nema annað sé skýrt tekið fram)?

Flest okkar vita það kannski en hvað vitum við raunverulega um vaxið á eplunum og er öruggt að borða það?

Vaxhúðin er sett á eplin fljótlega eftir að þau eru tínd og þvegin til að hjúpa þau og varðveita þannig vökvann í þeim og lengja líftíma þeirra. Epli mynda reyndar náttúrulega vaxhúð en hún er þvegin af og ný og endingarbetri húð sett.

Vaxhúðin er oftast nær gerð úr efnum sem er óhætt að borða en það þýðir þó ekki að þau séu æskileg og hefur verið bent á að vax sé alls ekki gott fyrir meltingarkerfið.

Besta leiðin er að skola eplið með heitu vatni eins og gert er í myndbandinu hér að neðan eða hreinlega sleppa því að borða hýðið.

mbl.is