Besta leiðin til að elda hangikjöt!

Haraldur Jónasson/Hari

Nú skal því haldið til haga að ég fann ekki upp þessa aðferð en hún Áróra sem starfar með mér hjá Árvakri sagði mér frá henni og fullyrti að kjötið yrði miklu mýkra, ekki þyrfti að vaska upp pott og aðferðin væri sú allra besta — enda ættuð úr Vestmannaeyjum.

Þetta hljómar það vel að ég ætla að prófa þessa aðferð í ár en það sem Áróra gerir er að baka hangikjötið í ofni.

Bakað hangilæri

Veljið stórt gott læri.

Vefjið inn í álpappír og setjið í 90 gráðu heitan ofn í 3 klukkustundir. Síðasta hálftímann má hækka hitann í 200 gráður.

Gott er að gera þetta að kvöldi og láta lærið vera yfir nótt ef borða á kjötið kalt. Lærið verður mjúkt og bragðgott með þessari aðferð.

mbl.is