Ætlar eingöngu að borða hundamat í heilan mánuð

Menn taka vinnuna sína misalvarlega en þetta verður að teljast met því einn eigenda hundafóðurframleiðandans Muenster Milling Company ætlar að borða eingöngu hundamat frá fyrirtækinu í heilan mánuð til að sanna hversu hollur og góður maturinn er.

Maðurinn, Mitch Felderhoff, er samkvæmt Instagram-síðunni sinni af fjórðu kynslóð hundafóðurframleiðenda og stoltur af. Hann er jafnframt á því að þetta uppátæki hans muni sannfæra hundaeigendur um ágæti matarins og við erum sannfærð um það. Hins vegar höfum við miklar áhyggjr af því að maðurinn er bara með 207 fylgjendur á Instagram og samkvæmt því er þetta markaðsatriði hans ekki að ganga nógu vel. Hann kynni því ábyggilega vel að meta stuðning frá Íslendingum þannig að endilega fylgið honum á þessu stórmerkilega ferðalagi þar sem hann borðar misglæsilegan hundamat í öll mál.

Hægt er að skoða Instagrammið hans HÉR.

mbl.is