Einn frægasti veitingastaður heims missir Michelin-stjörnu

Paul Bocuse var einn þekktasti matreiðslumaður heims.
Paul Bocuse var einn þekktasti matreiðslumaður heims. AFP

Þau óskemmtilegu tíðindi bárust í dag að einn þekktasti veitingastaður heims, Paul Bocuse í Lyon, hefði misst eina Michelin-stjörnu.

Staðurinn var í eigu hins goðsagnakennda matreiðslumanns Paul Bocause sem lést í fyrra og tók sonur hans þá við rekstrinum. Staðurinn fékk þriðju stjörnuna árið 1965 og hefur haldið öllum stjörnunum sleitulaust sem þykir mikið afrek. Þetta er því mikið áfall fyrir veitingastaðinn og franska matargerðalist en Bocuse þykir tákngervingur hennar.

Tilkynnt var í dag að veitngastaðurinn hefði misst stjörnu og á vefsíðu veitingastaðarins segir meðal annars að eigendur og starfsfólk séu í miklu uppnámi vegna tíðindanna en það mikilvægasta sé þó að staðurinn tapi aldrei einkennum Paul Bocuse sem hafi verið sannkallaður frumkvöðull og hugsjónamaður.

mbl.is