Húsráðið sem fólk er að missa sig yfir

Nýjasta æðið er að hella mýkingarefni í klósettkassann.
Nýjasta æðið er að hella mýkingarefni í klósettkassann. mbl.is/dailymail.co.uk

Allt fór á hliðina í athugasemdakerfum samfélagsmiðlanna eftir að þetta húsráð kom upp á yfirborðið. Er þetta stórsnjallt eða tóm vandræði? 

Sadie´s Professional Cleaning Service er þrifafyrirtæki í Connecticut, en það deildi húsráði á Instagram sem hefur vakið ótrúleg viðbrögð. Starfsfólkið hellir mýkingarefni í klósettkassann!

Þrifafyrirtækið vill meina að það muni skilja eftir sig góðan ilm þegar þú sturtar niður og hver vill það ekki eftir að hafa skilið við sig stóru stykkin?

Fólk hefur misjafnar skoðanir á því að hella mýkingarefni í kassann. Sumir þakka fyrir besta ráð allra tíma á meðan aðrir hafa áhyggjur af því hvaða afleiðingar þetta muni hafa á klósettið til lengri tíma þar sem mýkingarefni er ekkert sérstaklega gott fyrir þvottavélina sjálfa. Pípari nokkur setti sín ummæli inn í  samræðurnar og vildi alls ekki mæla með þessu. Kannski er allt gott í hófi? 

mbl.is/dailymail.co.uk
mbl.is