Ómótstæðilegar og einfaldar vefjur

Ljósmynd/Linda Ben

Vefjur eru þægilegur matur því hægt er að eiga allt hráefnið í þær tilbúið í kæli og henda þeim saman þegar á þarf að halda. Þannig eru þær fullkomnar til að eiga fyrir krakkana þegar þau koma svöng heim úr skóla eða æfingu eða sem kvöldverður þegar maður nennir ekki að elda.

Þessi uppskrift kemur frá matarbloggaranum og smekklegheitakonunni Lindu Ben, sem heldur úti samnefndri heimasíðu þar sem allt úir og grúir af gómsætum mat og afar smekklegum hugmyndum.

Falafel-vefjur
 • mission-vefjur með grillrönd
 • falafel-bollur (u.þ.b. 5 bollur á hverja vefju)
 • salat
 • agúrka
 • avókadó
 • 2½ dl grísk jógúrt
 • 2 msk. límónusafi
 • 2 msk. Heinz majónes
 • ½ tsk. þurrkað chili-krydd
 • 1 dl ferskt dill, skorið smátt niður
 • 1 hvítlauksgeiri smátt skorinn
 • salt og pipar eftir smekk

Aðferð:

Ef keyptar eru tilbúnar falafel-bollur, hitið þær samkvæmt leiðbeiningum á umbúðum.

Á meðan bollurnar eru að hitna er sósan gerð tilbúin. Blandið saman grískri jógúrt, límónusafa og majónesi. Kryddið með þurrkuðu chili, fersku dilli og smátt skornum hvítlauk, smakkið til með salti og pipar.

Skerið agúrkuna og avókadóið.

Smyrjið vel af sósu á vefjuna, raðið salati, bollum, agúrku og avókadó á vefjuna og lokið. Berið fram með restinni af sósunni til hliðar.

Ljósmynd/Linda Ben
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »