Gúrmei múffur með pekanhnetum

Þessar eru alveg trylltar! Og sykurlausar í þokkabót.
Þessar eru alveg trylltar! Og sykurlausar í þokkabót. mbl.is/Thefoodclub.dk

Millimál eða morgunmatur – þá eru þessar múffur það besta sem þú getur boðið kroppnum upp á. Og það með góðri samvisku því þær innihalda kúrbít og engan sykur.

Gúrme múffur með pekanhnetum (8 stk.)

  • 150 g möndlumjöl
  • 2 tsk. lyftiduft
  • 50 g pekanhnetur, grófhakkaðar (eða valhnetur)
  • 1 þroskaður banani
  • 3 egg
  • 50 g kókosolía
  • 125 g kúrbítur, rifinn niður

Aðerð:

  1. Blandið hveiti, lyftidufti og hnetum saman í skál.
  2. Maukið bananann og blandið honum saman við egg og kókosolíu. Blandið þessu því næst saman við þurrefnin og bætið kúrbítnum saman við. Blandið vel saman.
  3. Skiptið deiginu í 8 muffinsform og bakið við 200°C í 25 mínútur.
mbl.is