Húsráðið sem gjörbreytir kaffinu

Alton Brown veit ýmislegt um mat.
Alton Brown veit ýmislegt um mat. Ljósmynd/FoodTV Network

Þetta höfum við aldrei heyrt áður en samkvæmt Alton Brown (sem er afar þekktur bandarískur mateiðslumaður og mataráhugamaður) er til einföld aðferð sem gerir kaffið miklu betra á bragðið.

Í þættinum hans Good Eats deilir hann þessu ráði sem hann segir að gjörbreyti kaffinu og dragi úr biturleika þess.

Það sem hann gerir er að setja 1/4 tsk. af sjávarsalti út í 6 skeiðar af kaffi (til að laga 6 bolla af kaffi). Hann segir að þetta breyti miklu hvað varðar vatnið en oft sé komið hálfgert geymslubragð af því hafi það verið í flösku lengi.

Við hér á Íslandi eigum klárlega ekki við það vandamál að glíma en þetta er vel þess virði að prófa. Við hér á matarvefnum gerum það um helgina og látum ykkur vita.

En Alton þessi er nokkuð glúrinn þannig að það gæti verið heilmikið á bak við þessi vísindi.

Ljósmynd/Colourbox
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert