Grilluð samloka sem fer gjörsamlega yfir strikið

Ljósmynd/Gott í matinn

Þá sjaldan mann langar í eitthvert gúmmelaði sem fer gjörsamlega yfir strikið í girnilegheitum. Virkilega einfalt en ómótstæðilegt ...

Grilluð samloka með osti, salsasósu og pepperóní

Þessi uppskrift dugar fyrir eina samloku.

 • 2 brauðsneiðar, samlokubrauð eða annað brauð
 • 3 stk. Gotta-ostur í sneiðum
 • 2 msk. salsasósa, 2-3 msk.
 • 6 sneiðar pepperoni
 • 1 msk. mjúkt smjör
 • fersk basilíka eða annað ferskt krydd eftir smekk

Aðferð:

 1. Smyrjið tvær samlokubrauðsneiðar með salsasósu.
 2. Leggið ostsneið á báðar sneiðar.
 3. Raðið þremur pepperonisneiðum ofan á ostinn á annarri brauðsneiðinni og leggið svo hina brauðsneiðina ofan á.
 4. Smyrjið brauðið að utan með þunnu lagi af smjöri og steikið á pönnu við meðalhita þar til gullinbrúnt.
 5. Snúið þá samlokunni við, smyrjið smá salsasósu ofan á samlokuna, setjið ostsneið ofan á og toppið með restinni af pepperonisneiðunum.
 6. Setjið samlokuna í ofn í 5 mínútur eða þar til osturinn bráðnar alveg og pepperoníið hefur aðeins bakast.
 7. Einnig má hafa samlokuna áfram á pönnunni og setja lok á þar til osturinn bráðnar. Stráið yfir smá fersku basil og berið fram.

Höfundur: Helena Gunnarsdóttir

mbl.is