Netverjar standa á öndinni - nýr Royal-búðingur væntanlegur

Ljósmynd/Aðsend

Royal-búðingur er rótgróinn við þjóðarsálina og því heyrir það til stórtíðinda þegar ný bragðtegund er kynnt til sögunnar. Það var þó engu að síður að gerast því saltkarmellubúðingur er væntanlegur í verslanir á næstu dögum. Samkvæmt heimildum okkar eru áratugir síðan nýr Royal-búðingur leit dagsins ljós en Royal-búðingur hefur verið framleiddur á Íslandi í 66 ár.

Að sögn Andreu Björnsdóttur, markaðsstjóra Royal, er mikil spenningur vegna nýja búðingsins. „Við finnum gífurlega eftirvæntingu hjá Íslendingum fyrir nýja Royal-búðingnum. Við pössuðum okkur á að hafa útlit umbúðanna á nýja Royal-búðingnum hefðbundið enda hafa margir beinlínis bannað okkur að breyta þeim, þar sem þær vekja góðar minningar hjá mörgum og þetta retro-útlit er svo klassískt. Saltkaramellu Royal-búðingur ætti að vera kominn í langflestar verslanir fyrir bolludaginn enda er mjög vinsælt að nota Royal-búðing sem fyllingu í bollur.“

Ljósmynd/Aðsend
mbl.is