Ný bragðtegund af Coca-Cola væntanleg

Kirsuberja- og vanillukókið verður bæði fáanlegt með sykri og án.
Kirsuberja- og vanillukókið verður bæði fáanlegt með sykri og án. Ljósmynd/Coca-Cola

Þau stórkostlegu tíðindi berast að Coca-Cola hafi sett á markað nýja bragðtegund sem kallast Cherry Vanilla eða kirsuberja- og vanillukók.

Hljómar eins og draumur í dós (bókstaflega) og er búist við að drykkurinn fái frábærar viðtökur. Hvort þessi perla mætir hingað til lands eða hvort við þurfum að bíða spennt eftir amerískum dögum í Hagkaup skal ósagt látið en heimildir herma að drykkurinn sé afar góður.

mbl.is