Íslenska kokkalandsliðið tekur við verðlaunum

Ljósmynd/Aðsend

Núna rétt í þessu voru veitt verðlaun á Ólympíuleikunum í matreiðslu þar sem íslenska landsliðið náði þeim frábæra árangri að vinna tvenn gullverðlaun.

Hér má sjá mynd af íslenska landsliðinu taka við verðlaununum og eins og sjá má er góð stemning og mikil gleði í íslenska hópnum.

Liðið hef­ur á síðustu árum raðað inn gull­verðlaun­un­um á alþjóðleg­um mót­um sem hef­ur tryggt því stöðu eins fremsta landsliðs í heimi.

„Ég er ótrú­lega ánægður og þakk­lát­ur. Landsliðið hef­ur lagt ótrú­lega mikið á sig bæði í und­ir­bún­ingi og keppn­inni hérna úti og þau upp­skera glæsi­lega,“ seg­ir Björn Bragi Braga­son, for­seti Klúbbs mat­reiðslu­manna, sem er úti í Stutt­g­art með liðinu. „Þetta hefði þó ekki verið hægt án allra þeirra sem leggja okk­ur lið við að kom­ast hingað út. Ég verð sér­stak­lega að þakka Mat­ar­auði, Íslands­stofu, Ísey skyri og MS sem hafa verið með okk­ur í þessu verk­efni og gert okk­ur kleift að ná þess­um ár­angri.“

Kokka­landsliðið hef­ur æft stíft síðustu 8 mánuði fyr­ir keppn­ina. Hátt í fjög­ur tonn af búnaði voru send til Þýska­lands en liðið þarf að setja upp full­búið eld­hús á keppn­is­staðnum. Þá er ótalið það hrá­efnið sem flytja þarf á staðinn en kokka­landsliðið legg­ur áherslu á að nota sem mest af hágæða ís­lensku hrá­efni í mat­ar­gerðina.

Ljósmynd/Aðsend
mbl.is