Glúteinlaus frönsk súkkulaði- og heslihnetukaka í hollari kantinum

mbl.is/

Þessi dásemdarkaka kemur úr smiðju Kaju á Akranesi sem kann betur en flestir að búa til mat sem gerir okkur gott. Hún notar heslihnetuolíu mikið enda afar hrifin af henni.

Þess má geta að ristuð heslihnetuolía er hrikalega góð ein og sér með vanilluís og ekki skemmir að hafa 70% súkkulaði með eða bara nota kremið sem íssósu eða blanda því út í mjólk og fá eðal heitt súkkulaði.

Heslihnetuolía

Talin góð fyrir: Blóðleysi, blóðsykur, vörn gegn krabbameini, hjartaheilsu, vöxt, lundina, húð, bólgueyðandi. Rík af E-vítamíni og kopar, hátt hlutfall af omega-6 og omega-9 fitusýrum, hlaðin andoxunarefnum.

Ristuð heslihnetuolía fæst í Hagkaupum, Melabúð og Matarbúri Kaju á Akranesi.

Glúteinlaus frönsk súkkulaði- og heslihnetukaka í hollari kantinum

Botn

 • 200 g reyrsykur
 • 4 egg
 • 200 g 70% súkkulaði, má vera dekkra ef minnka á sykurinn og er hægt að nota allt að 100% súkkulaði. Saveurs et Nature hentar einstaklega vel, til í 70%, 85% og 100%.
 • 200 g ristuð heslihnetuolía frá Vigean
 • 1 dl möndlumjöl frá Kaju en möndlurnar koma frá Spáni og eru einstaklega góðar.

Aðferð

 1. Þeytið egg og reyrsykur saman þar til blandan verður létt og ljós. Bræðið súkkulaðið í olíunni við vægan hita. Blandið mjölinu saman við eggjablönduna, bætið súkkulaðiblöndunni varlega saman við í lokin. Smyrjið bökunarform að innan og hellið deiginu í formið.
 2. Bakist við 180 gráður í ca. 30 mínútur í stóru formi eða ca. 5 mínútur lítil form, alltaf gott að ath. með prjóni hvort kakan sé bökuð en þessi á að vera svolítið blaut.

Krem

 • 150 g 70% súkkulaði
 • 75 g ristuð heslihnetuolía

Aðferð:

 1. Bræðið saman í potti og setjið yfir kökuna.
 2. Hægt að skipta deiginu í 10 lítil eldföst mót og geyma í frysti og baka þegar hentar. Kremið geymist vel í kæli svo lítið mál er að grípa í það þegar hentar.
mbl.is