Mögulega best heppnaða samstarf síðari ára

mbl.is/

Eins og við öll vitum er kakó með sykurpúðum mögulega snjallasta uppfinning síðari ára. Svo vinsæl er þess blanda að nú til dags þykir töluverð lágkúra að bjóða upp á sykurpúðalaust kakó. Þannig er það bara.

Og nú berast þær fregnir að bestu sykurpúðar veraldar — sumsé sykurpúðarnir úr Lucky Charms, séu væntanlegir í Swiss Miss-súkkulaði! Hér er mögulega um að ræða eitt farsælasta samstarf síðari ára og leikur netið á reiðiskjálfi af eftirvæntingu.

Við vonum svo sannarlega að við fáum þessa útgáfu hingað til lands. Annars höldum við áfram að skora á Hagkaup og Amerísku dagana þess.

mbl.is