Leiðir til að fækka hitaeiningunum

Ertu að telja hitaeiningarnar á daginn?
Ertu að telja hitaeiningarnar á daginn? mbl.is/Colourbox

Við getum alltaf bætt okkur þegar kemur að mataræðinu. Þetta snýst ekki alltaf um að hætta að borða það sem okkur langar í, heldur vera vakandi yfir því sem við látum ofan í okkur. Hitaeiningar er að finna á ótrúlegustu stöðum og hér eru leiðir að hollara mataræði.

Taktu upp eldhúsrúlluna
Næst þegar þú pantar pizzu sem löðrar í olíu, sem og kjúkling eða franskar, skaltu þurrka aðeins yfir með eldhúsrúllu. Með hverri teskeið sem þú fyllir pappírinn af olíu ertu að sniðganga um 38 hitaeiningar.

Skiptu út rjómanum með hummus
Þetta hljómar kannski undarlega en kemur skemmtlega á óvart. Hummus í staðinn fyrir rjóma í heimagerðri „rjóma-tómatsósu“ er bragðgott og sker niður alla mettaða fitu og kalóríur.

Minnkaðu olíuna á pönnunni
Í staðinn fyrir að setja auka olíu (og hitaeiningar) út á pönnuna þegar þú steikir grænmetið – bættu þá frekar vatni í staðinn til að halda grænmetinu hollu og fersku.

Þessari er alveg sama um hitaeiningarnar og gúffar í sig …
Þessari er alveg sama um hitaeiningarnar og gúffar í sig góðum hamborgara. mbl.is/Colourbox
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert