Tékklisti fyrir fjögura manna heimili sem er í einangrun í eina viku

Hinn fullkomni ísskápur.
Hinn fullkomni ísskápur. Ljósmynd/Apartment Therapy

Hvað þarftu að eiga í skápunum ef til þess kemur að öllu verður lokað í eina viku? Landlæknisembættið hefur sett saman gátlista og miðast þessi listi við fjögurra manna heimili þar sem eru tveir fullorðnir og tvö börn, 1-5 ára og 6-12 ára.

Munið að þessi listi er einungis til viðmiðunar og gott er að laga hann að hefðbundnum matseðli fjölskyldunnar þannig að þið breytið sem minnst út af vananaum. 

Tveir fullorðnir og tvö börn, 1-5 ára og 6-12 ára

Þurrvörur

  • 1 kg haframjöl
  • 350 g múslí
  • 4 pakkar af grófu hrökkbrauði (1 kg)
  • 4 pakkar kex (400 g)
  • 2 pk kartöflumúsaduft (200 g, 10 skammtar, með stroganoff og pylsum)
  • 600 g hrísgrjón (hýðis/hvít, með niðursoðnum baunum og fiskibollum og í hrísgrjónagraut)
  • 350 g pasta (heilhveiti/venjulegt, með túnfiski og grænmeti)
  • 1 kg stór poki þurrkaðir ávextir blandaðir
  • 300 g hnetur (ekki fyrir þriggja ára og yngri, athuga hættu á að standi í hálsi barna)
  • 1 pk stroganoff/annar þurrblöndupakki (notist með fersku kjöti og kartöflumús)
  • 2 pk pastaréttur með kjöti þurrvara í pakka (notist eitt og sér)
  • 4 pk grænmetissúpur í pakka (t.d. aspas, blómkál, annað)
  • 200 g strásykur (eða lítill pakki)
  • Kaffi og te

Ferskar vörur

  • 4 l súrmjólk/léttsúrmjólk/ab-mjólk/létt ab-mjólk
  • 4 l léttmjólk/nýmjólk (til drykkjar fyrir börnin)
  • 2 pakkar smjörvi
  • 2 kg ostur
  • 500 g nautagúllas, hakk eða annað ferskt kjöt
  • 4 stk. „skyndiréttur“ (t.d. hakkbollur)
  • 4 kg ferskt grænmeti t.d. 4 pakkar tómatar, 8 paprikur og 3 agúrkur
  • 3,5 samlokubrauð gróft (u.þ.b. 2,5 kg)

Niðursuðuvara/geymsluþolin vara

  • 4 l G-mjólk
  • 5 l ávaxtasafi 100% hreinn (með löngu geymsluþoli)
  • 1 stór ferna ávaxtagrautur
  • 2 pakkar lifrarkæfa
  • 1 stór pakki pylsur (10 stk.)
  • 1 krukka hnetusmjör (225 g)
  • 1 krukka maríneruð síld, lítil (125 g)
  • 2 dósir túnfiskur í vatni/olíu (185 g) (notist með pasta)
  • 1 stór dós niðursoðnar fiskibollur í dós
  • 2 dósir bakaðar baunir í tómatsósu
  • 3 dósir blandað niðursoðið grænmeti (alls 960 g)
  • 500 g niðursoðnir ávextir
  • 150 ml matarolía (eða lítil flaska)
  • 200 g berjasulta (eða ein krukka)
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert