Skyldueign í hverjum kæliskáp

Ljósmynd/Apartment Therapy

Komin er á markað ný kjúklingalína frá Ali sem ætti að gleðja hjörtu matgæðinga hér á landi.

Um er að ræða fulleldað kjúklingakjöt, bæði læri og lundir í tilbúnum neytendapakkningum. Fyrir vikið er hægt að borða kjötið hvernig sem þú vilt; kalt upp úr pakkningunni eða hita það upp og maturinn er til!

Að sögn Einars Páls Gunnarssonar, markaðsstjóra Ali, er nýja vörulínan svar við ákalli neytenda um þægilega og bragðgóða vöru sem kemur fullelduð og tilbúin til neyslu. Við erum líka virkilega ánægð með hvernig til tókst með bragðtegundirnar en þær koma verulega á óvart og eru í sambærilegum gæðum og það sem fólk fær á veitingastöðum. „Við erum með grillað Peking lærakjöt, Hot & spicy lundir, Tandoori og Rodizio grillað lærakjöt og svo kjúklingastrimla sem eru með salti og pipar,“ segir Einar.

Fyrir fólk á ferðinni er því komin afar snjöll lausn þegar ekki vinnst tími til að elda frá grunni. Hægt er að skera eða rífa kjúklinginn niður í pastarétti, salöt, pítur, pítsur, súpur og pottrétti. Einnig er hægt að hita kjötið og bera fram með góðu salati.

Einar Páll segir vöruna vera í takt við þróun á matvælamarkaði þar sem reynt sé að koma til móts við þarfir neytenda eins og kostur sé. „Tímasparnaður fyrir neytandann er lykilatriðið hér og hvergi er slegið af gæðunum. Það sem er líka mikill plús hér er að kjúklingurinn geymist vel og er hentugur að eiga inni í kæli enda alltaf tilefni til að fá sér góðan kjúkling.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert