Besta leiðin til að þrífa heimilið

Þrif skora oft ekki hátt á vinældalistann hjá mörgum.
Þrif skora oft ekki hátt á vinældalistann hjá mörgum. mbl.is/Shutterstock

Ertu einn af þeim sem þríf­a alltaf eins? Ert mögu­lega frek­ar lengi að því og oft­ast er allt farið í drasl aft­ur á korteri? Ertu kannski skamm­ar­lega óskipu­lagður þegar kem­ur að þrif­un­um? Þá er þetta list­inn sem mun leysa lífs­gát­una fyr­ir þig.

Baðher­bergið

  • Byrjaðu á loft­inu og þrífðu öll horn, vift­ur og ljós.
  • Þrífðu glugga­kist­una og glugg­ann sjálf­an.
  • Þrífðu skápa og skúff­ur.
  • Þrífðu sturt­una eða baðkarið.
  • Skrúbbaðu kló­settið líka að fram­an og að aft­an.
  • Þvoðu vaskinn og speg­il­inn.

Eld­húsið

  • Byrjaðu á loft­inu og þrífðu öll horn, vift­ur og ljós.
  • Þurrkaðu af slökkvur­un­um.
  • Þrífðu skápa og skúff­ur.
  • Þrífðu ofn­inn, uppþvotta­vél­ina og ís­skáp­inn ef hann fylg­ir með.
  • Skrúbbaðu vaskinn vel.
  • Þrífðu gólfl­ist­ana sem liggja und­ir eld­hús­inn­rétt­ing­unni.
  • Sópaðu og skúraðu gólfið.

Önnur rými húss­ins

  • Byrjaðu á loft­inu og þrífðu öll horn og ljós.
  • Þrífðu glugga­kist­una og glugg­ann sjálf­an.
  • Þurrkaðu af slökkvur­un­um.
  • Þrífðu skápa og skúff­ur.
  • Sópaðu og skúraðu gólfið.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert