Veitingastaður sérhannaður fyrir börn

Veitingastaður sérhannaður fyrir börn! Það þyrfti að vera einn svona …
Veitingastaður sérhannaður fyrir börn! Það þyrfti að vera einn svona hér á landi. mbl.is/Natelee Cocks

Hversu mikil snilld er að hanna veitingastað fyrir börn þar sem þau eru í algjöru aðalhlutverki og athyglin beinist 100% að þeirra þörfum!

White & The Bear er í Dubai og var staðurinn hannaður af Sneha Divias Atelier. Hér er forðast að nota skæra liti sem svo oft einkenna rými fyrir krakka. Staðurinn er hannaður með hlutlausum litum og efniviði – sem að sögn arkitektanna mun vekja forvitni krakkanna sem heimsækja staðinn, vekja sköpunargáfu og ímyndunarafl.

Á fyrstu hæð hússins er eitt stórt opið ljóst rými. Helmingur rýmisins er tileinkaður veitingastaðnum sem býður upp á hollar og næringarríkar máltíðir fyrir börn. Viður er notaður til að útbúa kaffibás þar sem foreldrar geta gripið sér drykk á meðan börnin borða og krakkarnir sitja á stólum sem líkjast villtum dýrum, t.d. fílum, kanínum og björnum. Ljós og lampar eru í laginu eins fuglar og speglar á veggjum eru með áprentuðum bjarnamyndum. Hinn helmingur rýmisins rúmar litla verlsun þar sem fatnaði, bókum og leikföngum er stillt upp í hillu til sölu.

Verslunin heldur áfram upp á aðra hæð þar sem er tilvalið rými til að halda afmælisveislur eða nota sem listasmiðju. Hér er líka aðstaða fyrir mæður að gefa börnum brjóst í ró og næði – ásamt salernum sem sniðin eru að þörfum kátra krakka.

Það var meðvitað val arkitektanna að hafa ekki skæra liti …
Það var meðvitað val arkitektanna að hafa ekki skæra liti á veggjum og innréttingum. mbl.is/Natelee Cocks
Á veitingastaðnum er einnig verslun sem selur fatnað og fylgihluti …
Á veitingastaðnum er einnig verslun sem selur fatnað og fylgihluti fyrir börn. mbl.is/Natelee Cocks
mbl.is/Natelee Cocks
Á efri hæðinni er rými til að halda afmælisveislur eða …
Á efri hæðinni er rými til að halda afmælisveislur eða vera með listasmiðjur. mbl.is/Natelee Cocks
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert