Gísli opnar nýjan stað í byrjun maí

Gísli Matthías Auðunsson.
Gísli Matthías Auðunsson. Eggert Jóhannesson

Gísli Matthías Auðunsson matreiðslu- og veitingamaður stefnir að því að opna nýjan veitingastað í byrjun maí sem hlotið hefur nafnið ÉTA.

Staðurinn verður í Vestmannaeyjum líkt og Slippurinn sem einnig er í eigu Gísla. Staðurinn mun bjóða upp á svokallaðan hágæðaskyndibita sem unninn er úr góðu hráefni og undirbúinn á staðnum. Ekki verða margir réttir í boði en þó eiga allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. 

Hægt verður að sitja inni en einnig taka með heim.

Tígull greinir frá.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert