Ása Regins gefur úrvals olíur í Krónunni

Ása Reginsdóttir ásamt börnum sínum tveimur, Emanuel er sex ára …
Ása Reginsdóttir ásamt börnum sínum tveimur, Emanuel er sex ára og Andreu Alexu tveggja ára. Ljósmynd/Bergljót Þorsteinsdóttir

Gourmet fólk um allan bæ getur núna þust út í valdar Krónu verslanir þar sem ólífudrottningin Ása Regins er að gefa margverðlaunaða ítalska jómfrúar olíu. 

Aðspurð segir Ása að hún hafi ekki viljað að vörurnar færu til spillis en öll áherslan hjá Ásu er á vörumerki hennar Olifa sem notir hefur gríðarlegra vinsælda hér á landi. Því hafi hún ákveðið að gefa olíuna í samstarfi við Krónuna.

Hægt er að sækja olíu á meðan birgðir endast í verslanir Krónunnar á Granda, í Garðabæ, í Lindum, Flatahrauni og Skeifunni.

mbl.is/
mbl.is/
mbl.is