Selja einn heitasta skemmti-/veitingastað landsins

Hinir einu sönnu Burro og Pablo diskóbar eru til sölu og er ljóst að hér er einstaklega vænlegur biti á ferðinni fyrir metnaðarfulla aðila með áhuga á rekstri skemmtistaða.

Eins og margir muna kviknaði í staðnum fyrr á árinu og hafa eigendur ákveðið að selja staðinn þegar framkvæmdum við endurbyggingu hans lýkur.

„Það eru iðnaðarmenn á fullu núna að taka allt húsið í gegn og koma staðnum í upprunalega mynd,“ segir Gunnsteinn Helgi, einn eigenda staðarins en áætluð verklok eru í júlí.

Aðspurður segir Gunnsteinn að það sé eftir miklu að slægjast og nam velta staðarins fyrsta árið rétt tæpum 500 milljónum króna. „Við sjálfir erum allir fjölskyldumenn og viljum frekar eyða meiri tíma með þeim en að fara aftur af stað í opnun á svona vinsælum skemmtistað og bar. Þetta er því kjörið fjárfestingatækifæri að taka við vinsælasta bar landsins öllum nýuppgerðum og glæsilegum.“

Burro leggur áherslu á mexíkóska og framandi matargerð.
Burro leggur áherslu á mexíkóska og framandi matargerð. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is