Nota gínur til að fylla tóm sæti

Ljósmynd/The Inn

Veitingastaðurinn The Inn í Washington sem er þekktur fyrir margt — þó ekki síst að vera með þrjár Michelin-stjörnur, hefur gripið til óhefðbundinna ráða til að uppfylla kröfur stjórnvalda um æskilegt bil á milli gesta.

Í stað þess að fækka borðum eða hafa þau tóm hafa forsvarsmenn staðarins sett uppáklæddar gínur við fjölda borða.

Hugmyndin var unnin í samstarfi við leikhús á svæðinu og hönnunarteymi sem klæddu gínurnar í föt frá fimmta áratug síðustu aldar og hönnuðu rýmið með tilliti til þess að það yrði sem áhugaverðust reynsla fyrir viðskiptavininn.

Snjallt!

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert