Svona gerir þú þitt eigið gluggahreinsiefni

Ljósmynd/Colourbox
Nú er rétti tíminn til að þrífa gluggana enda sólin að hækka á lofti og því um að gera að draga fram tuskurnar.
Hér erum við með uppskrift að heimagerðu gluggahreinsiefni sem er alls ekki of flókið.
Þú einfaldlega blandar saman:
  • 120 ml af hvítu ediki 
  • 60 ml af spritti (70% vol.)
  • 480 ml af vatni. (kalt vatn - ekki hitaveituvatn)
Setjið í spreybrúsa og úðið síðan á rúðurnar og þurrkið með hreinum örtrefjaklút.
mbl.is