Fyrsti Klemmaborgarinn í heiminum

Ótrúleg eftirlíking af hinum eina sanna Klemmaborgara.
Ótrúleg eftirlíking af hinum eina sanna Klemmaborgara. mbl.is/Danny Do / Nickelodeon

Hamborgari sem svampur í nærbuxum borðaði daglega á hafsbotni hefur verið færður til lífs! En því verður vart neitað að marga hefur eflaust dreymt um að smakka hinn vinsæla Klemmaborgara úr teiknimyndaþáttaröðinni Svampur Sveinsson.

Ef þú ert ekki kunnugur Klemmaborgara, þá birtist borgarinn fyrst í þriðju þáttaröð þegar Klemmi bað Svamp Sveinsson um að búa til þykjustunni hamborgara sem Svampur gerði svo snilldarlega. Á borgaranum var eldfjallasósa, sæhesta radísur, táneglur - allt steikt upp úr gömlum íþróttasokkum til að fá þessa stórkostlegu útkomu. En það var maður að nafni Danny Do sem birti nýverið mynd af raunverulegum Klemmaborgara á Instagram síðunni sinni.

Þó að hamborgarinn á hafsbotninum hafi ekki verið upp á marga fiska, þá var raunverulega útgáfan víst ansi ljúffeng. Danny Do bjó til nákvæma eftirlíkingu sem kalkúnaborgara með baunamulningi, geitaosti, hvítlauks aioli, kalkúnasósu og síðast en ekki síst – trönuberja brioche brauðbollum sem systir hans bakaði. Fólk kallaði borgarann sannkallað listaverk – sem hann er!

mbl.is/Instagram
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert