Yfirliðsvaldandi nýjungar frá Royal Copenhagen

Nýtt munstur frá Royal Copenhagen í tilefni að 20 ára …
Nýtt munstur frá Royal Copenhagen í tilefni að 20 ára afmæli matarstellsins „Mega Mussel“. mbl.is/Royal Copenhagen

Ef að rifflaða matarstellið „Mega Mussel“ frá Royal Copenhagen er í uppáhaldi, þá eru þessar nýjungar eitthvað fyrir þig.

Í tengslum við 20 ára afmæli Mega Mussel hefur hönnuðurinn á bak við munstrið, Karen Kjeldgaard-Larsen, tekið höndum saman við listakonuna Mette Hannemann – og í sameiningu hafa þær skapað nýja og fallega útgáfu sem þær kalla „Mega Rose“.

Vörulínan sameinar það upprunalega í stellinu, eða handmálað munstur með nýjum ljóðrænum og spreyjuðum blómaskuggamyndum – eitthvað sem ekki hefur sést áður. Nýja útlitið passar fullkomlega með fyrra munstri og því auðvelt að bæta inn í núverandi safn.

Í nýjungunum má finna bolla, diska og fat, eins skál á fæti og blómavasa svo eitthvað sé nefnt. Þessi einstaka vörulína verður fáanleg í verslunum frá og með 1. september nk.

mbl.is/Royal Copenhagen
mbl.is/Royal Copenhagen
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert