Pönnukökustaður skiptir um nafn út af mótmælum

Pönnukökustaðurinn Sambo í Kaliforníu hefur hlotiið mikla gagnrýni fyrir nafn …
Pönnukökustaðurinn Sambo í Kaliforníu hefur hlotiið mikla gagnrýni fyrir nafn sitt í áraraðir. mbl.is/Sambosphotos.com

Fyrir 63 árum síðan opnaði pönnukökustaður í Kaliforníufylki í Bandaríkjunum. Staðurinn hefur hlotið mikla gagnrýni vegna nafn síns í gegnum árin – en staðurinn heitir Sambo.

Sambo sem hefur alla tíð verið fjölskyldurekinn, óx með hverju árinu og náði á ákveðnum tíma hápunkti með 1.100 staði víðsvegar um Bandaríkin. Í dag er einungis einn pönnukökustaður sem stendur eftir! Ástæðan fyrir því mikla tapi sem staðurinn hefur þurft að þola í gegnum árin eru rakin í nafn staðarins, og þá ekki síst á þessum tímum þegar mótmæli svartra standa sem hæst yfir vegna morðsins á George Floyd – sem missti líf sitt við handtöku þann 25. maí sl.

Sambo er orð sem rekja má til bókarinnar „Litli svarti Sambó“ frá árinu 1899, og fjallar um indverskan dreng með dökka hörund. En orðið „sambo“ hefur í gegnum árin verið notað á neikvæðan máta yfir fólk með dökka húð.

Pönnukökustaðurinn hefur ákveðið að hylja skilti staðarins og sett þess í stað upp friðarmerki og skilti með orðinu „love“. Talsmaður Sambo sagði í fréttum að fjölskyldan hafi litið djúpt inn á við og komist að því að þau þurfi að sýna meiri virðingu við viðskiptavini sína og hvernig þau vilji koma fram við aðra. Í dag standi fyrirtækið frammi fyrir miklum breytingum, en orðið Sambo var dregið frá nöfnunum Sam Battistone og Newell Bohnett, sem stofnuðu fyrirtækið á sínum tíma.

Þetta er þó ekki í fyrsta sinn sem nafn staðarins kemur við sögu, því á áttunda áratugnum var veitingakeðjan í miklum gróska en nafn staðarins fékk neikvæða athygli á ákveðnum tímapunkti og var keðjan kærð fyrir kynþáttafordóma. Það var svo í byrjun níunda áratugarins sem veitingastaðir keðjunnar ætluðu að breyta um nafn en það var um seinan – fyrirtækið varð gjaldþrota og þurfti að loka nokkur hundruð stöðum í kjölfarið. Sem skilur Sambo einan eftir í dag í Kaliforníu.

mbl.is/Flickr
mbl.is