Þjóðleg brauðterta úr eldhúsi landsliðskokks

Stórglæsileg brauðterta úr smiðju Fanneyjar Dóru matreiðslumeistara. Kökudiskurinn er frá …
Stórglæsileg brauðterta úr smiðju Fanneyjar Dóru matreiðslumeistara. Kökudiskurinn er frá Vorhús og setur fallegan svip á veisluborðið. mbl.is/Vorhus.is

Hönnunarhúsið Vorhús birti á heimasíðu sinni, þjóðlega brauðtertu í tilefni dagsins – en kakan kemur frá  landsliðsmeistaranum Fanneyju Dóru Sigurjónsdóttur.

Vorhús fékk Fanneyju með sér í lið í að útbúa einstaka brauðtertu með þjóðlegu ívafi í tilefni af 17. júní. Efniviðinn sótti hún að mestu í íslenska náttúru – reyktan lax, saltaða sítrónu, bleikjutartar, silungahrogn og kerfill prýða þessa stórglæsilegu þjóhátíðartertu sem eflaust hefur slegið í gegn hjá þeim sem fengu að smakka.  

Fanney Dóra er meðlimur í hinu frábæra kokkalandsliði okkar Íslendinga, en hún er einnig mikill aðdáandi brauðtertunnar sem hefur aldrei verið vinsælli en einmitt núna.

Þær verða ekki þjóðlegri brauðterturnar en þetta.
Þær verða ekki þjóðlegri brauðterturnar en þetta. mbl.is/Vorhus.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert