Grillaðar lambakótilettur með fylltum tómötum og sætkartöflum

Grillaðar lambakótilettur með fylltum tómötum og sætkartöflum

 • 4 kótilettur
 • 1 hvítlaukur
 • 1 limeHerb de Provence-krydd frá Kryddhúsinu
 • ólífuolía
 • 1 sæt kartafla
 • piparsósasalt
 • 6 litlir tómatar
 • rjómaostur með grillaðri papriku og chili

Aðferð:

 1. Byrjið á að skera hvítlauk í tvennt og nudda vel yfir kótiletturnar.
 2. Kryddið kótiletturnar vel með kryddinu.
 3. Rífið síðan börk af lime yfir og saltið.
 4. Sáldrið að síðustu ólífuolíu yfir og þá er kjötið tilbúið á grillið.
 5. Flysjið sætu kartöfluna og skerið síðan í 1 cm sneiðar.
 6. Skerið síðan sneiðarnar langsum þannig að úr verði langir strimlar. Kryddið vel með kryddinu, saltið og hellið ólífuolíu vel yfir. Veltið kartöflunum vel upp úr kryddinu og olíunni. Skerið lime í fjóra báta.
 7. Skerið tómatana í tvennt og takið kjötið úr þeim. Fyllið með rjómaostinum. Hafið grillið vel heitt áður en þið byrjið að grilla. Kótiletturnar þurfa ekki langan tíma á grillinu en þegar komnar eru góðar grillrendur og fitan er farin að krauma eru þær tilbúnar. Oft getur þurft að snúa þeim aðeins upp á rönd til að fitan brenni betur. Grillið kartöflurnar á sama tíma og snúið þeim reglulega.
 8. Þannig er best að fylgjast með hvort þær séu tilbúnar. Tómatana er best að grilla á efri grind og leyfa þeim að vera dágóða stund á grillinu til að tryggja jafna og hæga eldun. Grillið hvítlauk og lime á sama tíma. Takið af grillinu, raðið á steikarfat og berið þannig fram.
 9. Skreytið með hvítlauknum og kreistið límónusafa yfir.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka