Fyrsta 3D-prentaða vegansteikin

Fyrsta 3D prentaða vegan steikin verður fáanleg á veitingahúsum innan …
Fyrsta 3D prentaða vegan steikin verður fáanleg á veitingahúsum innan skamms. mbl.is/Reuters

Þetta virðist ætla að vera árið sem markar nýtt upphaf á ýmsum vettvangi. Nú erum við að sjá fyrstu 3D-prentuðu vegansteikina sem er komin til að vera.

Fyrirtæki nokkurt í Ísrael, Rehovot, á heiðurinn af fyrstu vegansteikinni sem fer í gegnum þrívíddarprentarann. Steikin lítur alveg eins út og alvörusteik og þá vantar heldur ekkert upp á bragðið – því tæknin er orðin það stórkostleg.

Steikin er framleidd úr soja- og baunaprótíni, kókosfitu og sólblómaolíu – auk náttúrulegra litar- og bragðefna. Við sjáum einnig vöðvalínurnar í steikinni sem er rík að próteinum og inniheldur ekkert kólesteról.

Í samstarfi við leiðandi slátrara, matreiðslumenn, matvælafræðinga og bragðefnasérfræðinga hefur fyrirtækið kortlagt yfir 70 mismunandi skynjunarþætti – þar á meðal áferð á skurði, fitumagn, safamagn og áferð þegar fólk leggur sér steikina til munns. Steikurnar eru væntanlegar í prufukeyrslu á nokkra veitingastaði í Ísrael í næsta mánuði og er stefnan sett á evrópskan markað á næsta ári  og í stórmarkaði árið 2022.

Þetta er eini prentarinn af þessu tagi sem til er í heiminum og hefur fyrirtækið verið með hann í þróun síðustu tvö árin til að ná að prenta hina fullkomnu steik.

mbl.is/Reuters
mbl.is/Reuters
mbl.is