Heimagert hunangsristað granóla

Heimagert granola er alveg svakalega gott og hollt.
Heimagert granola er alveg svakalega gott og hollt. mbl.is/Colourbox

Við bjóðum ykkur upp á heimagert granóla af allra bestu gerð. Granóla er frábært út á skyr eða sem millimál eitt og sér.

Margir rugla múslíi og granóla saman og halda að um sama hlutinn sé að ræða – en það er alls ekki þannig. Múslí er oftast „hrátt“ en granóla inniheldur sömu hráefnin en er ristað í ofni og þá blandað saman við hunang eins og í þessu tilviki.

Heimagert hunangsristað granola

  • ½ dl sesamfræ
  • 140 g hunang
  • 1½ dl möndlur
  • 1½ dl heslihnetur
  • 3 dl haframjöl
  • 2 dl sólblómakjarnar
  • 1½ dl hörfræ
  • ½ dl síróp

Aðferð:

  1. Blandið öllum þurrefnum saman.
  2. Hitið hunangið í potti þar til léttfljótandi. Bætið sírópi og afganginum af þurrefnunum saman við. Hrærið vel saman þannig að öll þurrefnin blandist vel saman við hunangið.
  3. Dreifið blöndunni á bökunarplötu og bakið við 150° í 20 mínútur.
  4. Þegar granólað hefur kólnað verður það stökkt og fullkomið til að nasla á.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert