Nú getur þú fengið þér matarstell frá Hermés

mbl.is/© Hermès

Flest áhugafólk um tísku ætti að kannast við franska tískuhúsið Hermès sem hefur verið starfrækt síðan 1837. Hermès kynnir nýtt matarstell þar sem náttúran er í aðalhlutverki.

Matarstellið er hannað af listakonunni Nathalie Rolland-Huckel og er fagurlega skreytt litríkum blómum og pálmablöðum. En það hefur lengi verið ósk fyrirtækisins að koma með matarstell sem er skreytt trópikalskri náttúru – þar sem notandinn dregst inn í villta náttúruna á matarborðinu. Benoît-Pierre Emery, listrænn stjórnandi Hermès Tableware, segir matarstellið hylla náttúruna með þeim fallegu og litríku blómablöðum sem við sjáum á stellinu. Því þegar við umkringjum okkur náttúrunni, hvort sem við erum úti við eða með matarstelli sem þessu – gefur það okkur möguleika á að finna frið og ró.

Pálmablöð og litrík blóm skreyta matarstellið.
Pálmablöð og litrík blóm skreyta matarstellið. mbl.is/© Hermès
Nýtt matarstell frá tískuhúsinu Hermès.
Nýtt matarstell frá tískuhúsinu Hermès. mbl.is/© Hermès
mbl.is