Synti með kakómalt á höfðinu

Katie Ledecky er fimmfaldur Ólympíu gullhafi í sundi og synti …
Katie Ledecky er fimmfaldur Ólympíu gullhafi í sundi og synti nú á dögunum með kakómalt á höfðinu. mbl.is/zwemza.com

Margfaldur Ólympíuhafi í sundi synti með kakómalt á höfðinu án þess að missa niður dropa.

Eins og margir vita, þá var Ólympíuleikunum frestað þetta árið vegna Kórónaveirunnar. En Katie Ledecky sem að er fimmfaldur Ólympíu gullverðlaunahafi í sundi, setti myndband af sér inn á Instagram þar sem hún syndir með kakómalt í bolla á höfðinu eins og ekkert sé. Atvikið er hluti af Got Milk herferðinni, þar sem heimsþekktir íþróttamenn, söngvarar og annað frægt fólk úr fortíðinni er fengið með í lið. En þetta þykir það allra svalasta til þessa.

Það kemur eflaust engum á óvart að myndbandið hefur vakið mikla athygli og það er alls ekki að undra, því flest okkar komumst varla undan einni sundferð án þess að fá allt upp í nefið – hvað þá að bera bolla á höfðinu yfir sundlaug í Ólympískri lengd.

mbl.is/Instagram_Katie Ledecky
mbl.is