Sebra sérhannar mat fyrir krakka

Trévörurnar frá Sebra hafa hlotið verðskuldaða athygli.
Trévörurnar frá Sebra hafa hlotið verðskuldaða athygli. mbl.is/Sebra

Danski framleiðandinn Sebra sérhæfir sig í húsgögnum og fylgihlutum fyrir börn og þar er matur engin undantekning.

Krakkar elska að herma eftir öllu sem við fullorðna fólkið gerum, sama hvort um talsmáta eða almenna hegðun er að ræða. Og í gegnum leiki ná börn ákveðnum skilningi á þáttum lífsins – til að mynda því sem gerist í eldhúsinu. Krakkar leika sér líka mikið með mat, bæði við matarborðið og með leikfangamat. Enda er matur það allra mikilvægasta fyrir okkur öll frá unga aldri.

Sebra Food er ný vörulína af matvörum framleidd úr viði sem hvetur krakka áfram í leikjum sem litlir kokkar, þjónar eða búðastarfsmenn – nú eða sem mamma og pabbi í eldhúsinu heima. Hér geta krakkar borið fram dýrindis dögurð um helgar eða staðið í eldhúsinu með hráefni frá slátraranum eða grænmetissalanum. Og ekki má gleyma bakstrinum – því kökur, egg og mjólk er allt á boðstólum hjá Sebra, ásamt fullbúnu eldhúsi sem er mögulega það smartasta sem við höfum séð fyrir krakka.

Öll leikföngin eru framleidd úr tré og meðhöndluð með eiturefnalausri málningu og lakki. Sebravörurnar fást í Epal.

Æðislegt eldhús fyrir litla meistarakokka.
Æðislegt eldhús fyrir litla meistarakokka. mbl.is/Sebra
Sebra sér til þess að allar matvörur séu fáanlegar.
Sebra sér til þess að allar matvörur séu fáanlegar. mbl.is/Sebra
Morgunverðarbakki í rúmið - geggjað!
Morgunverðarbakki í rúmið - geggjað! mbl.is/Sebra
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert