Stofnandi Snaps opnar pítsustað á Hagamel

Nikulás Ágústsson og Stefán Melsted ráku áður veitingastaðinn Kastrup sem …
Nikulás Ágústsson og Stefán Melsted ráku áður veitingastaðinn Kastrup sem nú hefur lokað. Á dögunum opnuðu þeir pítsustaðinn Plútó við Hagamel. mbl.is/Ásdís

Enn ein rósin bættist í hnappagat Vesturbæjarins þegar Plútó Pizza var opnuð við Hagamel á dögunum en eins og nafnið gefur til kynna er um pítsustað að ræða. Það eru engir aukvisar sem standa að Plútó heldur sjálfur Stefán Melsted sem sjálfsagt er þekktastur fyrir að vera annar stofnandi Snaps. Plútó er til húsa í litlum verslunarkjarna þar sem Fisherman var með fiskisjoppu þar til fyrir skemmstu.

Óhætt er að fullyrða að Plútó Pizza er kærkomin viðbót í skemmtilega veitingaflóru Vesturbæjarins og má búast við að íbúar taki Stefáni opnum örmum enda hefur það sýnt sig undanfarin ár að veitingastaðir staðsettir inni í hverfum ganga almennt vel.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert