Staðirnir sem flestir gleyma að þrífa í eldhúsinu

Það er ekki nóg að eiga fallegt eldhús. Það þarf …
Það er ekki nóg að eiga fallegt eldhús. Það þarf líka að þrífa það reglulega. Ljósmynd/Fiona Lynch

Hreinlæti skiptir miklu máli í eldhúsinu og flest erum við nokkuð dugleg við að halda eldhúsinu í horfinu. En það eru nokkrir staðir sem eiga það til að gleymast og hér er listi yfir þá sem helst gleymast:

  1. Framan á skápunum. Ef þú skoðar þá nánar sérðu væntanlega slettur og óhreinindi.
  2. Uppþvottavélin. Það má ekki gleyma að þrífa hana reglulega.
  3. Ofan á ísskápnum. Það gleymist yfirleitt.
  4. Eldhúsviftan. Hvað er langt síðan þú kíktir inn í hana?
  5. Ofninn. Sumir eru með sjálfhreinsibúnaði en flestir ofnar eru þvegnir of sjaldan.
  6. Rýmið á milli borðplötunnar og efri skápanna. Þar safnast fita og óhreinindi.
  7. Skúffurnar. Hversu langt er síðan þú tæmdir skúffurnar og þreifst þær?
  8. Í kringum matarskálar gæludýra. Svæði sem á það til að verða mjög sóðalegt.
  9. Kaffivélin. Til að fá gott kaffi er nauðsynlegt að þrífa kaffivélina reglulega.
  10. Hraðsuðuketillinn. Þótt hann sjóði vatn er nauðsynlegt að þrífa hann reglulega.

Prófaðu að gera lista og þrífa eitt atriði á dag. Eldhúsið myndi þakka þér  ef það gæti!

mbl.is