Helgarkokteillinn er jarðaberja margarita

mbl.is/Hildur Rut Ingimarsdóttir

Hversu fallegur drykkur! Það er varla að við tímum að drekka úr glösunum, en látum okkur hafa það – enda einn fallegasti og girnilegasti helgarkokteill til þessa. En það er Hildur Rut sem skálar við okkur að þessu sinni.

„Ég var nánast búin að gleyma þessum kokteil en í gegnum tíðina hef ég pantað mér hann oft og mörgum sinnum erlendis og þá sérstaklega á mexíkóskum veitingastöðum. Ég ákvað að prófa að gera hann sjálf og namm hvað hann heppnaðist vel. Það eina sem þarf að gera er að setja allt hráefnið í blender og hræra. Ég mæli með að þið prófið þennan,” segir Hildur Rut.

Helgarkokteillinn er jarðaberja margarita

  • 4 cl Tequila Sauza Silver
  • 2 cl cointreau
  • 2 cl safi úr lime lime
  • 3 cl sykursíróp (eða venjulegt síróp)
  • 1 dl frosin jarðaber
  • 2 dl klakar
  • ½ dl appelsínusafi
  • Salt eða sykur og lime bátur til að skreyta glasið (má sleppa)

Aðferð:

  1. Byrjið á því að skreyta brúnina á glasinu. Nuddið lime báti við hana þar til hún verður blaut. Hellið sykri eða salti á disk, dýfið glasinu öfugu ofan í og þekjið brúnina.
  2. Hellið tequila, cointreau, safa úr lime, sykursírópi, jarðaberjum, klökum og appelsínusafa í blender og hrærið vel saman.
  3. Hellið í glas og njótið.

Sykursíróp

  • Blandið saman 200 ml af vatni og 200 g af sykri í pott.
  • Bræðið sykurinn á vægum hita og hrærið þar til hann leysist upp. Kælið. Tekur nokkrar mínútur.
  • Ég helli sykursírópinu ofan í flösku með tappa og geymi í ísskáp. Það geymist í um 1 mánuð.
Þessi drykkur kallar á gott helgarfrí.
Þessi drykkur kallar á gott helgarfrí. mbl.is/Hildur Rut Ingimarsdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert