Hannaði magnað áhald til að borða pylsur

Pulsuhaldari sem felur þig á meðan þú bítur í pulsuna.
Pulsuhaldari sem felur þig á meðan þú bítur í pulsuna. Mbl.is/ Matty Benedetto

Finnst þér óþægilegt að borða pylsur á almannafæri? Engar áhyggjur því það er komin lausn við því eins og svo mörgu öðru.

Maður að nafni Matty Benedetto er sjálfmenntaður vöruhönnuður og sérhæfir sig í skrítinni en jafnframt dásamlegri hönnun – fyrir youtuberásina sína. Allt eru þetta óþarfa uppfinningar sem þó eru jafnframt algjör snilld. Nýjasta verkefnið hans er Glizzy Gripper, vara sem hann varð að hleypa í framkvæmd.

Hann fékk innblásturinn út frá annari uppfinningu sem hann póstaði um á Twitter. Þá var einhver sem kommentaði á þessa leið: „This looks more suspect than a straight guy eating a hot dog in public.“ Hann tók sig því til og hannaði 3D-módel af Glizzy Gripper á einu kvöldi og 3D-prentaði hlutinn yfir nóttina – pylsuhaldara, þann fyrsta sinnar tegundar.

Þessu fylgja þó slæmar fréttir fyrir þá sem hafa hug á að fjárfesta í grip sem þessum - því varan er ekki til sölu. En hægt er að fylgjast með Matty á youtuberásinni HÉR.

mbl.is