Uppáhaldssúkkulaði drottningarinnar nú í jóladagatal

Ljósmynd/Charbonnel et Walker

Nú getur þú verið eins og drottning í allan desember en súkkulaðibirgir drottningar hefur sent frá sér forláta jóladagatal sem mun væntanlega valda miklum usla meðal royalista og súkkulaðiáhugafólks.

Charbonnel et Walker er eitt þeirra fyrirtækja sem sjá konungsfjölskyldunni fyrir vörum og var það sjálf drottningin sem valdi fyrirtækið fyrir fimm árum.

Fyrir þá sem hafa áhuga á slíku dagatali er hægt að panta það HÉR.

mbl.is