Yfir 300 amerískar vörutegundir í boði

Ljósmynd/Hagkaup

Margir hafa beðið spenntir eftir hinum árlegu Amerísku dögum í Hagkaup en þeir hefjast á morgun í öllum verslunum Hagkaups og standa yfir til mánudagsins 25. október. Áhugafólk um amerískar matvörur hefur fylgst grannt með undirbúningi og má búast við mikilli flugeldasýningu á morgun en heimildir herma að það verði um 300 vörutegundir á boðstólnum. Sumar séu landsþekktar en aðrar ekki.

Hagkaup ítrekar að vel verði hugað að sóttvörnum í versluninni á Amerískum dögum sem aðra daga og séu viðskiptavinir hvattir til að mæta með andlitsgrímu til að vernda sig og aðra.

mbl.is