Svona færðu mest út úr borðstofunni

Borðstofan er rýmið þar sem fjölskylda og vinir koma saman …
Borðstofan er rýmið þar sem fjölskylda og vinir koma saman á góðum stundum. mbl.is/Ikea

Það eru margar góðar ástæður fyrir því að gefa sér aðeins meiri tíma í að innrétta borðstofuna. Því það er hér sem að fjölskyldan og vinir, eyða miklum tíma saman.

Borðstofan þarf fyrst og fremst að vera praktísk, en stofan er svo miklu meira en það. Til dæmis, með því að mála einn vegg í lit eða velja borðstofuljós sem vekur athygli – þá ertu strax búinn að breyta rýminu.

Svona er best að byrja á verkefninu:

  • Byrjaðu á því að ákveða hvaða húsgögn, smádót og annað tilheyrandi sem nú þegar er í borðstofunni, má alls ekki skipta út. Gerðu lista.
  • Skoðaðu gólfefnið, loftið og veggi – er eitthvað hér sem þú vilt breyta? Er kominn tími á að mála eða skella stórri mottu á slitið gólfið?
  • Taktu út smádót, plöntur og annað sem truflar heildarútlitið sem þú sækist eftir.
  • Veltu eina „hetju“ í rýmið – það gæti verið nýtt borðstofuborð, ljós, handofin motta eða fallegt málverk. Innréttaðu svo restina af rýminu út frá „hetjunni“.
mbl.is/Pinterest
mbl.is